Stofnar falla
Samaris
Stráin sölna, stofnar falla
Stormur dauðans næðir alla
Stormur dauðans næðir alla
Ljóselskandi, langanþrungið
Lífið fyllir öll þau skörð
Sækir fram í sigurvissu
Svo er strítt um alla jörð
Stríðsmenn falla hetjur hníga
Hjaðningum er stefnt til víga
Aldrei verður sæst á sakir
Sækja og verjast herjum tveim
Sólskinsbörn og synir skuggans
Svo er strítt um allan heim
Tefld er drápskák tveggja herja
Tvíefld sókn og reynt að verja
Öllu tjaldað: Erfðaheimsku
Afturhaldi, þræladygð
Móti þroskans sókn til sigurs
Svo er strítt um alla byggð
Fallinn er hann Fjögramaki
Fyrr sem lyfti Grettistaki
ÞÓ að hetja hnigi í valinn
Hefjum merkið fram skal stefnt
Syrgjum ei, en söfnum liði
Svo skal góðra drengja hefnt
Encontrou algum erro na letra? Por favor envie uma correção clicando aqui!